Hvað er viðskiptaleg innsýn fyrir þér?

  • Frá hugmynd að nýrri vitneskju á stuttum tíma
  • Einfalt, sjónrænt og gagnvirkt umhverfi
  • Greining á hvaða gögnum sem þú vilt - óháð stærð
  • Sjálfsafgreiðsla á viðskiptagreind með spjaldtölvum og vef

Ávinningur fyrir fyrirtækið

Skoðaðu niðurstöður úr heimsins besta greiningarhugbúnaði  í gagnvirkri myndrænni framsetningu.  Gögnin eru alltaf tilbúin og þú færð svar á skammri stundu, líka þegar þú vinnur með gögn í yfirstærð.

Þú getur uppgötvað leitni og vensl í gögnum og þú færð svör við sífellt flóknari spurningum.  Niðurstöðunum er hægt að deila sem gagnvirkum skýrslum á spjaldtölvum.

Ávinningur fyrir UT

SAS Visual Analytics er algjörlega miðuð að sjálfsafgreiðslu á viðskiptagreind.  Upplýsingatækni getur því einbeitt sér að matreiðslu og gæðastjórn gagna, í stað þess að útbúa skýrslur fyrir hvern og einn starfsmann.

Dreifð högun og minnislæg úrvinnsla á greiningum tryggir að lausnin vex með þörfum fyrirtækisins, bæði hvað varðar gagnamagn og umfang greininga.

Viðskiptagreind með SAS

SAS Visual Analytics nýtist vel eitt og sér eða í samhengi við aðrar greiningar- og viðskiptagreindarlausnir SAS. Þú getur líka nýtt þér hin markaðsleiðandi SAS DataFlux verkfæri fyrir meðhöndlun gagna.